Innlent

Dómnum í máli stuðningsfulltrúans áfrýjað

Kjartan Kjartansson skrifar
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði stuðningsfulltrúann af ákæru vegna kynferðisbrota.
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði stuðningsfulltrúann af ákæru vegna kynferðisbrota. Stöð 2
Ákæruvaldið hefur áfrýjað sýknudómi yfir stuðningsfulltrúa sem var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Réttargæslumaður brotaþola í málinu segir umbjóðendur sína vongóða um að réttlætið nái fram að ganga.

Stuðningsfulltrúinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Hann var ákærður fyrir langvarandi og ítrekuð kynferðisbrot gegn fjórum börnum.

Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður brotaþola, staðfestir við Vísi að ákæruvaldið hafi gefið út áfrýjunarstefnu. Hann og umbjóðendur hans telji eðlilegt að málinu sé áfrýjað í ljósi eðli þess.

Aðalmeðferð málsins fór fram í júní og var málið dómtekið í lok júní. Maðurinn hafði setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar og neitaði sök.

Stuðningsfulltrúinn starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Meint brot hans beindust ekki að börnum sem hann starfaði með heldur sem hann kynntist í gegnum fjölskyldu eða vini.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×