Innlent

Björgunarsveitir aðstoða vélarvana bát í Norðfirði

Kjartan Kjartansson skrifar
Björgunarskip frá Norðfirði er farið af stað til aðstoðar.
Björgunarskip frá Norðfirði er farið af stað til aðstoðar. Vísir/Vilhelm
Tveir menn sitja fastir á vélarvana bát rétt utan Norðfjarðar. Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Norðfirði var kallað út rétt fyrir klukkan fimm á fyrsta forgangi.

Að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörgu eru aðrir bátar í grenndinni og reiknar hann með því að málið leysist farsællega. Mennirnir séu ekki í bráðri hættu eins og er.

Björgunarsveitir hafi verið kallaðar út á fyrsta forgangi til að koma í veg fyrir strand þar sem báturinn er nokkuð nærri landi.

„Þá geta hlutirnir breyst hratt,“ segir Jónas.

Uppfært 20:00 Björgunarskip Landsbjargar kom með bátinn í eftirdragi til hafnar á Neskaupsstað um klukkan sjö í kvöld. Jónas segir að björgunin hafi gengið eins og í sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×