Innlent

Árrisull hundaeigandi gerði fjölskyldu viðvart um alelda hjólhýsi við heimili þeirra

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi brunans á Blönduósi.
Frá vettvangi brunans á Blönduósi. Brunavarnir Austur-Húnvetninga.
Það var árrisull íbúi með hund sinn á göngu sem gerði fjölskyldu viðvart þegar hjólhýsi var alelda við hús þeirra á Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Fjölskyldufaðirinn rauk út vopnaður garðslöngu og vætti húsvegg og þakskyggni heimilis þeirra ásamt bílskúr til að koma í veg fyrir að eldurinn næði að breiðast út. Slökkviliðsmenn komu fljótlega á vettvang og slökktu eldinn í hjólhýsinu.

Eldurinn náði til einnig til vinnubíls sem stóð í innkeyrslunni og náðu slökkviliðsmenn að ráða niðurlögum hans. Einhverjar skemmdir urðu á húsinu og sprungu rúður á húsveggnum sem sneri að hjólhýsinu vegna hita.

Brunavarnir Austur-Húnvetninga minna fólk á að leggja ekki hjólhýsum sínum nálægt húsum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×