Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um ítrekaðar árásir á ungar stúlkur í Garðabæ en til skoðunar er að koma upp fleiri eftirlitsmyndavélum á opnum svæðum í bænum til að bregðast við þessari ógn.

Einnig fjöllum við áfram um starfsaðstæður dyravarða í borginni en þeir eru uggandi eftir hrottalega árás síðustu helgi á starfsbróður þeirra. Lögregla segir glæpi ekki hafa aukist í miðborginni en vegna álags og manneklu sá lögregla lengur að bregðast við útköllum dyravarða þegar eitthvað kemur upp á.

Við ræðum við japanskan arkitekt sem hefur dvalið á Þingeyri síðustu þrjú ár og er með hugmyndir um hvernig fjölga megi íbúum staðarins, við fáum að vita allt um nýtt geðræktarátak Geðhjálpar og Rauða krossins þar sem fólk er hvatt til að bera tilfinningarnar bókstaflega utan á sér og við fylgjumst með bráðskemmtilegum matarslagi Valencia á Spáni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×