Innlent

Þyrla Gæslunnar sótti veikan farþega skemmtiferðaskips

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti farþegann og flutti hann á Landspítalann í Fossvogi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti farþegann og flutti hann á Landspítalann í Fossvogi. Vísir/Ernir
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gær beiðni um að koma þyrfti veikum farþega skemmtiferðaskips undir læknishendur á Íslandi. Skipið var statt um 500 sjómílur suðvestur af Reykjanesi þegar tilkynning barst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Skipstjóri skipsins var beðinn um að halda í átt að Íslandi þar sem skipið var statt utan drægi þyrlna Landhelgisgæslunnar. Þegar skipið var komið nógu nálægt Íslandi, um klukkan fjögur í  nótt, fór TF-LIF í loftið frá Reykjavík.

Er þyrlan kom að skipinu var það statt um 150 sjómílur suðvestur af Íslandi. Þyrlulækni og sigmanni var slakað niður í skemmtiferðaskipið þar sem hugað var að sjúklingnum. Að því búnu var sjúklingurinn svo hífður um borð í TF-LIF og hann fluttur á Landspítalann í Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×