Innlent

Ekkert gert til að koma í veg fyrir að starfsmenn féllu af þakinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Unnið var á þaki tveggja hæða húss með risi. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint.
Unnið var á þaki tveggja hæða húss með risi. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Ernir
Vinnueftirlitið stöðvaði alla vinnu fyrirtækisins Málveldi ehf. á þaki húss að Faxabraut 32 í Reykjanesbæ í gær. Vinnan var stöðvuð sökum þess að öryggi starfsmanna hafði ekki verið tryggt með fullnægjandi fallvörnum, að því er segir í frétt á vef Vinnueftirlitsins.

Verið var að þvo þak hússins, tveggja hæða íbúðarhús með risi, en engar ráðstafanir höfðu verið gerðar til að koma í veg fyrir að starfsmenn féllu af þakinu.

Óheimilt er að hefja vinnu á ný á þaki hússins nema að fengnu samþykki Vinnueftirlitsins.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins má nálgast í heild hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×