Enski boltinn

Bleiki búningsklefinn sló leikmenn Leeds ekki út af laginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Twitter/@LUFC
Leeds United er á toppi ensku b-deildarinnar eftir fimm umferðir með 13 stig og +10 í markatölu.

Leeds liðið hefur blómstrað undir stjórn Marcelo Bielsa og nú sjá stuðningsmenn félagsins úrvalsdeildarsæti í hillingum eftir fimmtán ára fjarveru.

Leeds United heimsótti Norwich City um helgina en leikmenn liðsins fengu óvæntan „glaðning“ þeir þeir mættu í útiklefann á Carrow Road.

Forráðamenn Norwich City voru eitthvað að reyna að rugla gestina frá Leeds í ríminu með því að mála klefann bleikan eins og sjá má hér fyrir neðan.





Bleiki liturinn á að lækka karlhormónið testósterón hjá mönnum sem og að hafa róandi áhrif á þá. Það er því spurning um það hvort að leikmenn Leeds hafi jafnvel eytt minni tíma í klefanum en þeir hefðu gert hefði hann verið í öðrum lit.

Leedsarar höfðu samt bara gaman af þessu uppátæki og freistuðust síðan einnig til að skjóta aðeins á þessa taktík Norwich City eftir leikinn sem Leeds vann 3-0.







Hér fyrir neðan má sjá aðstæðurnar utan bleika búningsklefan þar sem allt er að sjálfsgöðu í gulu og grænu litum Norwich City.





| The scene is set for today’s game at Carrow Road pic.twitter.com/bpunj0H5zJ








Fleiri fréttir

Sjá meira


×