Enski boltinn

Keane frá í fjórar vikur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Keane hlýtur aðhlynningu á vellinum í gær
Keane hlýtur aðhlynningu á vellinum í gær Vísir/Getty
Varnarmaðurinn Michael Keane mun ekki spila með Everton næsta mánuðinn eftir að höfuðkúpubein hans skaddaðist í leik Everton og Bournemouth í gær.

Keane og samherji hans Idrissa Gueye skullu saman í uppbótartíma leiksins á Vitality vellinum í Bournemouth með þeim afleiðingum að bera þurfti Keane af velli. Hann var fluttur beint á sjúkrahús.

Everton sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem sagði að höfuðkúpubeinið væri líttillega brákað.

Meiðslin eru af þeim toga að þau sjá um sig sjálf, Keane má bara ekki fara í skallabolta eða annað slíkt næstu þrjár til fjórar vikur.

Keane skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir Everton í leiknum áður en hann var borin af velli. Leikurinn fór 2-2 þar sem bæði lið voru kominn niður í tíu menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×