Innlent

Lagði sig á þyrlupalli við Landspítalann

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem hafði lagt sig á þyrlupalli við Landspítalann í Fossvogi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem hafði lagt sig á þyrlupalli við Landspítalann í Fossvogi. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu klukkan þrjú í nótt vegna manns sem hafði lagst til hvílu á þyrlupalli við Landspítalann í Fossvogi. Maðurinn var að sögn lögreglu ofurölvi.

Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að maðurinn hafi ekki haft átt í nein hús að venda. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands hans.

Þjófnaður í verslun í Kópavogi

Laust fyrir klukkan sex í gær var maður handtekinn grunaður um þjófnað. Verslunin sem maðurinn á að hafa stolið úr er í Kópavogi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Talsvert var um ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt og nokkuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×