Innlent

Hafna ásökunum fjölmiðlanefndar og ætla í mál

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Hringbrautar hafnar ásökunum Fjölmiðlanefndar.
Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Hringbrautar hafnar ásökunum Fjölmiðlanefndar. Fréttablaðið/Anton Brink
Hringbraut hefur verið sektuð um hálfa milljón króna fyrir að hafa gerst brotleg við lög um fjölmiðla með umfjöllun sinni snemma á þessu ári. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið tekið nógu skýrt fram að um kostaða umfjöllun var að ræða.

Í yfirlýsingu frá Hringbraut kemur fram að fjölmiðillinn hafi leitað aðstoðar lögfræðinga og muni láta reyna á málin fyrir dómstólum. Aðstandendur Hringbrautar hafni ásökunum fjölmiðlanefndar um lögbrot og telur hana fara með rangindi í ákveðnum liðum.

Sjá frétt Vísis: Hringbraut og Nútíminn sek um duldar auglýsingar



„Þá furðar Hringbraut sig á ágangi fjölmiðlanefndar gagnvart Hringbraut í gríðarlega erfiðu og ósanngjörnu rekstrarumhverfi lítilla einkarekinna fjölmiðla á Íslandi,“ segir ennfremur í tilkynningu.

Umkvörtunarefni Fjölmiðlanefndar hverfist um þættinum Fermingar sem sýndur var 12. janúar síðastliðinn. Í þættinum kynntu viðmælendur vörur og þjónustu auk þess sem innslögin hafi velst verið mynduð í verslunum. Á vef Hringbrautar segir að þátturinn væri unninn í samstarfi við ýmsa aðila.

Niðurstöðu Fjölmiðlanefndar í máli Hringbrautar er hægt að nálgast hér: Brot á reglum um aðgreiningu ritstjórnarefnis og auglýsinga og reglum um auglýsingahlutfall innan klukkustundar í þættinum Fermingar sem sýndur var á hringbraut 12. janúar 2018.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×