Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur nýja Evrópureglugerð sem miðar af því að netverslunum verði bannað að bjóða neytendum ólík verð á vörum eða þjónustu innan EES svæðisins. Sérfræðingur segir breytingarnar geta orðið mikla kjarabót fyrir neytendur.

Við hittum unga stúlku sem varð fyrir bíl þegar hún fór yfir götu í Grafarholti í vikunni en stúlkan telst heppin að hafa sloppið lítið meidd. Við ræðum við stúlkuna og foreldra hennar sem gagnrýna borgaryfirvöld en leiðin sem stúlkan fór yfir er ómerkt gangbraut og gert ráð fyrir að fólk fari þar yfir.

Þá fylgjumst við með fellibylnum Lane sem fer nú yfir Havaí-eyjar og við kíkjum í Norræna húsið sem fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. Almenningi verður boðið til veislu á morgun þar sem Grænlenskt rokk og finnskt sánabað verður meðal annars á boðstólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×