Innlent

Komust á topp Matterhorn í gær

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Bræðurnir Teitur og Baldur Þorkelssynir lentu heldur betur í ævintýrum í ferðalagi sínu á tindana Mont Blanc og Matterhorn. Þrátt fyrir ýmsar hindranir á leiðinni eru bræðurnir komnir heilu á húfi til byggða.

Bræðurnir lögðu af stað í ferðalagið fyrr í þessum mánuði en ferðin hófst í Frakklandi. Eftir að hafa varið nokkrum dögum við að aðlagast fjallaloftinu héldu þeir á tindinn Mont Blanc du Tacul sem er í ríflega fjögur þúsund metra hæð. Þaðan höfðu þeir í hyggju að halda áfram á Mont Blanc en hættu við vegna óveðurs. Þá var förinni heitið á tindinn Matterhorn í Sviss. Í fyrstu tilraun reyndist vera hættuleg ísing og snjókoma í fjallinu svo bræðurnir héldu til baka til Frakklands og skunduðu þá upp á Mont Blanc sem er ríflega 4800 metra hár.

Sjá einnig: Teitur kelif Mont Blanc í óveðri á sama tíma og þrír ítalskir fjallgöngumenn létu lífið

Ferðin tók þrjá daga en þegar niður var komið var spáin fyrir Matterhorn orðin góð svo þeir brunuðu aftur til Sviss. Þeir réðu leiðsögumenn sér til halds og trausts en það getur reynst lífshættulegt að villast af leið á Matterhorn. Sunnudaginn 19. ágúst lögðu þeir af stað en fengu þá þær fréttir að risa grjóthrun hafi lokað leiðinni. Var þá öll von úti, eða svo héldu þeir í fyrstu. Leiðin opnaðist að nýju fyrr en búist var við og héldu bræðurnir af stað í fyrradag og náðu svo á topp Matterhorn í gær.

Fréttastofa hitti þá bræður skömmu eftir að þeir komu til landsins í dag en í spilaranum hér að ofan má sjá myndir frá ferðinni og viðtal við þá Teit og Baldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×