Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fjölskylda á Akranesi missti aleiguna og hundinn sinn þegar eldur kviknaði út frá spjaldtölvu sem ofhitnaði í sófa á heimilinu. Slökkviliðsmaður segir mikilvægt að geyma tækin á hörðu yfirborði. Við hittum fjölskylduna í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Einnig fjöllum við ítarlega um stöðu Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að fyrrverandi lögfræðingur hans játaði að hafa mútað tveimur konum sem segjat hafa átt í kynferðislegu sambandi við forsetann. Lektor við HÍ segir ólíklegt að þessi alvarlega staða muni hafa víðtæk áhrif.

Við hittum einnig konu sem tók lögin í eigin hendur og fann stolinn bakpoka ferðamanns en lögreglan varar þó við því að almennir borgarar setji sig í óþarfa hættu. Við förum yfir leikskólamálin, förum í berjamó og hittum brimbrettakappa sem ætlar að dvelja í fjóra daga á eyðieyju og afla sér allrar fæðu með eigin höndum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatímanum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar - og í beinni á Vísi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×