Erlent

Stór fellibylur stefnir á Havaí

Kjartan Kjartansson skrifar
Mynd NASA af fellibylinum Lane nálgast Havaíeyjaklasanna úr suðaustri.
Mynd NASA af fellibylinum Lane nálgast Havaíeyjaklasanna úr suðaustri. Vísir/EPA
Viðbúnaður er nú á Havaí vegna fellibyljarins Lane sem stefnir í áttina að eyjunum. Fellibylurinn er orðinn fimm að stærð og er talinn geta valdið usla á Havaí næstu daga.

Fellibylir eru fátíðir á Havaí. Aðeins fjórir stormar sem hafa hlotið nöfn hafa gengið á land þar frá árinu 1959 og aðeins tveir fellibylir, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar.

Samfelldur vindhraði á Honolulu gæti náð allt að 72 metrum á sekúndu snemma morguns í dag að staðartíma. Mögulegt er talið að fellibylurinn gangi á land á eyjunum síðar í þessari viku. Veðurstofa Bandaríkjanna segir að auga fellibyljarins fari afar nærri eða yfir stærstu eyjar klasans frá fimmtudegi til laugardags.

Hvatt hefur verið til þess að íbúar grípi til ráðstafana til að verja sig og eigur sínar fyrir veðrinu. Flugfélög hafa jafnframt varað viðskiptavini sína við mögulegum röskunum á flugferðum til og frá Havaí næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×