Innlent

Ætla að kæra úrskurð Vinnueftirlitsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndir úr bæklingi Vinnueftirlitsins. Þær fylgdu yfirlýsingunni frá Múr og mál.
Myndir úr bæklingi Vinnueftirlitsins. Þær fylgdu yfirlýsingunni frá Múr og mál. Vísir
Forsvarsmenn fyrirtækisins Múr og mál ætla að kæra úrskurð Vinnueftirlitsins frá 29. ágúst þegar vinna fyrirtækisins á þaki húss að Eiðistorgi 7 var stöðvuð. Vinnubanninu var svo aflétt seinna sama dag. Degi seinna, þann 30. ágúst var svo framkvæmd skoðun og sagði eftirlitið að enn væri verið að vinna á fullnægjandi fallvarna.



Í yfirlýsingu frá Múr og mál segir að ákvörðun Vinnueftirlitsins verði kærð strax á mánudaginn. Þar segir að vinnupallar séu á svæðinu og þeir séu fullnægjandi fallvarnir samkvæmt reglum Vinnueftirlitsins. Hins vegar hefði starfsmaður stofnunarinnar lokað vinnustaðnum vegna þess að starfsmenn Múr og mál væru ekki einnig í fallbeltum.

Vísa forsvarsmenn Múr og mál í vinnubækling Vinnueftirlitsins þar sem segi orðrétt: „Ef ekki er hægt að tryggja öryggi starfsmanna sem vinna í hæð með almennum fallvörnum, t.d. handriði, vinnupalli eða körfukrana er heimilt að nota fallbelti og línu.“

Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að með öðrum orðum þýði þetta að ef stillansar/vinnupallar séu notaðir sem fallvörn sé hún fullnægjandi sem slík. Þar segir einnig að Múr og mál sé rúmlega 30 ára gamalt fyrirtæki og mikið sé lagt upp úr gæðum og öryggi starfsmanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×