Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um nýfallinn gerðardóm í kjaradeilu ljósmæðra. Rætt verður við Guðlaugu Maríu Sigurðardóttur í samningarnefnd ljósmæðra um niðurstöðuna.

Einnig fjöllum við um 350 milljóna króna kostnað borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimildum. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins vakti athygli á þessu á fundi borgarráðs þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur.

Við hittum móður drengs sem fann kött sem hafði verið pyntaður, bundinn og hengdur í trjágrein í Hellisgerði. Ekki er búið að finna dýraníðinginn en lögregla leitar hans.

Við spáum í vaxandi umferð og versnandi veðri þar sem landsmenn eru beðnir um að ganga frá trampólínum. Við hittum danshóp á Arnarhóli og gjörningalistamann í Tjarnabíó. Einnig verðum við í beinni útsendingu frá prufum í kabarettlistum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×