Innlent

Mætti innbrotsþjófi á heimili sínu í Grafarvogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Þjófurinn hvarf á braut ásamt kvenmanni en var handtekinn skömmu síðar.
Þjófurinn hvarf á braut ásamt kvenmanni en var handtekinn skömmu síðar. Fréttablaðið/Eyþór
Ungmenni kom að innbrotsþjófi á heimili sínu í Grafarvogi á níunda tímanum í morgun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu klukkan hálf níu í morgun vegna karlmanns sem hafði brotist inn í íbúð í Grafarvogi.

Sá sem bjó þar mætti manninum í íbúðinni en eftir nokkur orðaskipti fór þjófurinn af vettvangi ásamt kvenmanni sem var með honum í för. Klukkan tíu var svo tilkynnt um yfirstandandi innbrot skammt frá. Í kjölfarið var karlmaður og kvenmaður handtekin grunuð um fyrrgreint innbrot og tilraun.

Fyrir utan þessi innbrot barst lögreglunni tilkynning um fjögur innbrot á höfuðborgarsvæðinu, í vesturbæ Reykjavíkur, Breiðholti og Kópavogi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×