Innlent

Töluvert tjón í vatnsleka í húsnæði Ölgerðarinnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Húsnæði Ölgerðarinnar við Grjótháls í Reykjavík.
Húsnæði Ölgerðarinnar við Grjótháls í Reykjavík. Vísir/Anton brink
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nógu að snúast í nótt en sendir voru út dælubílar í þrjú útköll, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Um klukkan hálf eitt í nótt var tilkynnt um reyk í Saltvík á Kjalarnesi. Reykurinn átti upptök sín í reykofni og eldur hafði ekki kviknað. Að sögn varðstjóra varð minniháttar tjón í húsnæðinu.

Gert er ráð fyrir að töluvert tjón hafi hins vegar orðið í vatnsleka í húsnæði Ölgerðarinnar að Grjóthálsi. Tilkynnt var um lekann skömmu eftir klukkan þrjú og hafði þá lekið mikið vatn af efri hæð hússins og inn á skrifstofur. Slökkviliðsmenn voru að störfum á vettvangi í um þrjár klukkustundir.

Rétt fyrir klukkan sex í morgun var svo tilkynnt um reyk úr íbúðarhúsi við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Að sögn varðstjóra reyndist eldurinn hafa slokknað af sjálfu sér þegar slökkvilið bar að garði. Íbúðin, sem er til heimagistingar, var reykræst og þarf fólkið sem þar gistir að leita annað í dag. Þá virðist einnig töluvert tjón hafa orðið af eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×