Fótbolti

Vandræði hjá Dijon en Rúnar Már lagði upp mark

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í leik með Dijon fyrr á þessari leiktíð. Eftir frábæra byrjun hefur leiðin aðeins legið niður á við hjá Dijon.
Rúnar í leik með Dijon fyrr á þessari leiktíð. Eftir frábæra byrjun hefur leiðin aðeins legið niður á við hjá Dijon. vísir/getty
Landsliðsmennirnir Rúnar Alex Rúnarsson, Ari Freyr Skúlason og Rúnar Már Sigurjónsson voru í tapliðum með liðum sínum í Frakklandi, Belgíu og Sviss í kvöld.

Rúnar Alex fékk á sig þrjú mörk er Dijon tapaði fyrir Starsbourg á útivelli, 3-0. Dijon ekki unnið leik í rúman mánuð og er í tólfta sæti deildarinnar.

Ari Freyr spilaði í 74 mínútur er Lokeren tapaði 2-1 fyrir Sporting Charleroi á útivelli en síðara mark Sporting kom eftir af Ari fór af velli.

Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá Lokeren á leiktíðinni en Ari og félagar eru einungis með fimm stig eftir fyrstu níu leikina og eru í fjórtánda sæti deildarinnar, af sextán liðum.

Rúnar Már lagði upp mark Grasshopper sem tapaði 2-1 fyrir St. Gallen á útivelli en Grasshopper komst yfir í leiknum. Í síðari hálfleik skoraði Tranquillo Barnetta í tvígang og tryggði Gallen sigur.

Grasshopper er í áttunda sæti deildarinnar af tíu liðum, með sjö stig eftir fyrstu níu leikina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×