Enski boltinn

Kompany ætlar að hjálpa heimilislausum í Manchester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kompany í landsleiknum gegn Íslandi á Laugardalsvelli á dögunum.
Kompany í landsleiknum gegn Íslandi á Laugardalsvelli á dögunum. vísir/getty
Fyrirliði Man. City, Vincent Kompany, hefur lengi verið búsettur í Manchester og vill ekki láta sitt eftir liggja í stuðningi við samfélagið.

Kompany er búinn að vera í röðum Man. City í tíu ár og á næsta ári mun hann fá góðgerðarleik í tilefni áfangans. Fyrirliðinn hefur ákveðið að ágóði leiksins renni til heimilislausra í borginni.

„Ég hef fengið mikið frá Manchester. Hér er margt á uppleið en það hefur ekki heldur farið fram hjá mér að margir missa af lestinni og enda á götunni,“ sagði Kompany sem er einnig farinn af stað með samfélagsverkefni í samvinnu við borgarstjórann. Það snýst um að hjálpa þeim sem hafa lítið milli handanna.

„Það er mikil jákvæðni og kraftur í borginni. Okkur ber skylda til þess að aðstoða þá sem verða undir í baráttunni og enda með ekkert.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×