Enski boltinn

Chelsea sagt vera til sölu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Selja eða ekki selja? Það er spurningin fyrir Abramovich.
Selja eða ekki selja? Það er spurningin fyrir Abramovich. vísir/getty
Sjónvarpsstöðin Bloomberg greindi frá því í gær að eigandi Chelsea, Roman Abramovich, væri búinn að leita sér ráðgjafar vegna væntanlegrar sölu á enska knattspyrnufélaginu.

Abramovich hefur ekki sést í London í marga mánuði og er hundfúll út í yfirvöld í Bretlandi vegna endalausra vegabréfsvandræða. Hann hefur þegar dregið til baka umsókn sína um nýja vegabréfsáritun til landsins og fengið sér ísraelskt ríkisfang.

Þetta og meira til hefur komið sögusögnum af stað sem Bloomberg fór síðan með í loftið. Samkvæmt fréttinni vill Abramovich fá þrjá milljarða punda fyrir félagið sem hann keypti á 140 milljónir punda árið 2003.

Sky News segist aftur á móti hafa heimildir fyrir því að félagið sé ekki til sölu. Það stendur því frétt gegn frétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×