Enski boltinn

Hazard: Varð að skora svo Kante þyrfti ekki að taka víti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Eden Hazard skoraði stórbrotið sigurmark í leik Chelsea og Liverpool í enska deildarbikarnum í gær. Belginn skoraði markið svo að N'Golo Kante þyrfti ekki að taka vítaspyrnu.

Staðan var 1-1 í leiknum og stefndi í vítaspyrnukeppni þar til Hazard lék á fimm varnarmenn Liverpool og skoraði glæsilega framhjá Simon Mignolet.

Eftir leikinn var hann spurður að því hvað hann hafi verið að hugsa þegar hann skoraði markið og Hazard svaraði á léttu nótunum:

„Ég talaði við N'Golo á varmannabekknum og hann sagði mér að hann vildi ekki taka vítaspyrnu, svo eina lausnin var að skora,“ sagði Hazard.

„Þessi úrslit bæta sjálfstraustið hjá okkur eftir jafnteflið við West Ham fyrir fjórum dögum. Leikurinn á laugardaginn er mikilvægari, við verðum að reyna að vinna Liverpool á laugardaginn.“

Liðin mætast aftur á laugardag en þá í ensku úrvalsdeildinni. Í deildinni er Liverpool eina liðið sem enn er með fullt hús stiga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×