Fótbolti

Real fékk skell gegn Sevilla og mistókst að komast á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sevilla fagnar marki á meðan leikmenn Real eru frekar niðurlútir.
Sevilla fagnar marki á meðan leikmenn Real eru frekar niðurlútir. vísir/getty
Real Madrid mistókst að komast á toppinn á Spáni er liðið tapaði 3-0 fyrir Sevilla á útivelli.

Barcelona tapaði fyrr í dag á útivelli gegn Leganes og fengu Evrópumeistararnir gullið tækifæri til þess að skjóta sér á toppinn.

Það var hins vegar ekki. Andre Silva kom Sevilla í 2-0 með marki á sautjándu og 21. mínútu áður en Ben Yedder bætti við þriðja markinu fyrir hlé.

Real reyndi og reyndi í síðari hálfleik en það dró af liðinu er líða fór á leikinn og öruggur sigur Sevilla staðreynd.

Real er í öðru sætinu með jafn mörg stig, eða þrettán, og Börsungar sem eru á toppnum en Sevilla er með tíu stig í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×