Enski boltinn

Klopp: Þrír leikmenn voru rangstæðir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp var líflegur sem fyrr í kvöld.
Klopp var líflegur sem fyrr í kvöld. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki sáttur með dómgæsluna er Liverpool féll úr leik í enska deildarbikarnum gegn Chelsea fyrr í kvöld.

Liverpool komst yfir í leiknum en mörk frá Emerson og Eden Hazard tryggðu gestunum frá Lundúnum 2-1 sigur.

Fyrra markið kom úr aukaspyrnu sem Liverpool voru heldur betur ósáttir við og upp úr aukaspyrnunni vildu þeir einnig fá rangstöðu en fengu ekki.

„Við vissum hvernig Chelsea vildi spila en við gáfum þeim of mikið svæði og vorum ekki nægilega þéttir. Við áttum þó betri færin í fyrri hálfleik,” en var þetta aukaspyrna í aðdrangda fyrra marksins?

„Nei, ég held ekki. Línuvörðurinn var í mjög góðri stöðu. Það var svo mikið í þessum leik en á endanum þurfum við bara að una niðurstöðunni.”

„Við vildum vinna og mér fannst við vera óheppnir. Við skutum í stöng og ég held að fyrsta markið hafi verið rangstæða. Þrír leikmenn voru rangstæðir, að minnsta kosti tveir,” en VAR-skoðaði málið og dæmdi ekkert:

„Þeir horfðu á þetta og fannst þetta ekki vera rangstæða. Við verðum að taka því og þetta er fínn undirbúningur fyrir laugardaginn þar sem við þurfum að verjast betur,” sagði Þjóðverjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×