Enski boltinn

Gazzaniga hetja Tottenham í vítaspyrnukeppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hetjan frá því á MK-leikvanginum í kvöld.
Hetjan frá því á MK-leikvanginum í kvöld. vísir/getty
Tottenham er komið áfram í Carabao-bikarnum eftir sigur á Watford í vítaspyrnukeppni. Staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma en í vítaspyrnukeppninni stal Paulo Gazzaniga senunni.

Liðin mættust á heimavelli MK Dons í kvöld þar sem nýr heimavöllur Tottemham er ekki klár og Wembley er upptekinn vegna NFL-leiks.

Staðan var markalaus í hálfleik en á fyrstu mínútu síðari hálfleiks var það maðurinn með skemmtilega nafnið, Isaac Success, kom Watford yfir.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 81. mínútu er Dele Alli jafnaði fyrir Tottenham af vítapunktinum eftir að brotið var á honum sjálfum. Hann skoraði af öryggi.

Christian Kabasele braut á Dele Alli en Christian hafði komið inn á nokkrum mínútum áður. Hann var sendur í sturtu fyrir brotið á Alli og Tottenham því manni fleiri.

Þeir nýttu sér það er Erik Lamela kom þeim yfir með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok og allt stefndi í að Tottenham væri á leið áfram.

Gestirnir frá Watford voru ekki á sama máli og Etienne Capuoe jafnaði metin gegn sínum gömlu félögum á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Allt jafnt, 2-2, og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar varði Paulo Gazzaniga tvær vítaspyrnur frá leikmönnum Watford á meðan Tottenham skoraði úr öllum fjórum spyrnum sínum sem þeir þurftu að taka og eru því komnir áfram.

Vítaspyrnukeppnin:

Isaac Success skorar fyrir Watford

Son Heung-min skorar fyrir Tottenham

Paulo Gazzanigga ver frá Etienne Capuoe

Erik Lamela skorar fyrir Tottenham

Will Hughes skorar fyrir Watford

Fernando Llorente skorar fyrir Tottenham

Paulo Gazzanigga ver fra Domingos Quina

Dele Alli skorar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×