Fótbolti

Dijon fékk skell gegn Lyon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í leik með Dijon.
Rúnar í leik með Dijon. vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon voru ekki klárir í slaginn frá byrjun gegn Lyon í frönsku úrvalsdeildinni og fengu að kenna á því.

Dijon byrjaði leikinn hörmulega en staðan var orðinn 3-0 þegar einungis 35 mínútur voru komnar á klukkuna.

Moussa Dembele, sem kom til Lyon frá Celtic í sumar, skoraði tvö fyrstu mörkin og þriðja markið skoraði hinn tvítugi Frakki, Martin Terrier.

Staðan var 3-0 í hálfleik og þrátt fyrir að Lyon hafi verið manni færri frá 66. mínútu náðu leikmenn Dijon ekki að minnka muninn. Lokatölur 3-0.

Dijon er eftir leikinn í níunda sæti deildarinnar með tíu stig eftir fyrstu sjö leikina en Lyon er í öðru sætinu, fimm stigum frá PSG sem á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×