Fótbolti

Fimmta tap Dijon í síðustu sex leikjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar í leiknum í kvöld.
Rúnar í leiknum í kvöld. vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon eru í vandræðum í frönsku úrvalsdeildinni en þeir töpuðu þriðja leiknum í röð í kvöld.

Liðið tapaði 1-0 gegn Amines SC á útivelli en eina mark leiksins kom á 39. mínútu er Saman Ghoddos skoraði fyrir Amines.

Dijon er nú í fimmtánda sæti delidarinnar með tíu stig. Eftir góða byrjun hefur allt gengið á afturfótunum hjá Rúnari og félögum.

Liðið hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum og ekki unnið síðan þeir unnu Nice á útivelli, 4-0, þann 25. ágúst.

Landsleikjahlé er nú í deildinni og það er vonandi að liðið nái að stilla saman strengi og mæta sterkari til leiks eftir hlé svo ekki illa fari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×