Fótbolti

U21 hópurinn sem mætir Norður-Írum og Spánverjum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Sigurðsson er í hópnum. Hann spilaði með CSKA Moskvu gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í vikunni.
Arnór Sigurðsson er í hópnum. Hann spilaði með CSKA Moskvu gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í vikunni. vísir/getty
Íslenska U21 landsliðið mætir Norður-Írlandi og Spáni í tveimur leikjum í undankeppni EM 2019 um miðjan mánuð. Landsliðshópurinn fyrir leikina tvo var kynntur í dag.

Jón Dagur Þorsteinsson er í hópnum en hann spilar bara annan leikinn. Eins og Erik Hamrén, þjálfari A-landsliðsins, greindi frá á blaðamannafundi sínum í dag er Jón Dagur í banni í fyrri leiknum. Hann fær þá tækifæri til þess að sanna sig með A-landsliðinu en fer til liðs við U21 liðið fyrir leikinn gegn Spáni.

Albert Guðmundsson er ekki í hópnum því hann var valinn í A-landsliðshópinn. Mikael Neville Anderson missir af leikjunum vegna meiðsla.

Leikirnir fara báðir fram á Íslandi og verða báðir leiknir á Floridanavellinum í Árbænum, heimavelli Fylkis. Ísland mætir Norður-Írlandi 11. október og Spáni fimm dögum seinna.

Hópurinn:

Aron Snær Friðriksson | Fylkir

Aron Birkir Stefánsson | Þór

Aron Elí Gíslason | KA

Alfons Sampsted | Landskrona BoIS

Óttar Magnús Karlsson | Trelleborg

Axel Óskar Andrésson | Viking Stavanger

Tryggvi Hrafn Haraldsson | Halmstad

Felix Örn Friðriksson | Vejle

Jón Dagur Þorsteinsson | Vendsyssel

Júlíus Magnússon | Heerenveen

Samúel Kári Friðjónsson | Valerenga

Ari Leifsson | Fylkir

Torfi Tímoteus Gunnarsson | Fjölnir

Alex Þór Hauksson | Stjarnan

Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva

Hörður Ingi Gunnarsson | ÍA

Stefan Alexander Ljubicic | Brighton

Kolbeinn Birgir Finnsson | Brentford

Kristófer Ingi Kristinsson | Willem II

Daníel Hafsteinsson | KA

Willum Þór Willumsson | Breiðablik

Sigurður Arnar Magnússon | ÍBV

Stefán Teitur Þórðarson | ÍA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×