Innlent

Flutti ferðakonuna á Landspítalann

Gissur Sigurðsson skrifar
Þyrla Gæslunnar var kölluð út vegna slyssins.
Þyrla Gæslunnar var kölluð út vegna slyssins. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi með franska ferðakonu sem slasast hafði í fjallgöngu á Kirkjufell á Snæfellsnesi undir kvöld.

Hún kallaði eftir hjálp og var fjöldi björgunarsvietarmanna að búa sig undir að bera hana niður hliðina þar sem veður var slæmt og útlit fyrir að þyrlan nýttist ekki við björgunina, en þá rofaði til í smá stund og sótti sigmaður konuna upp í þyrluna, sem flutti hana til Reykjavíkur. Hún mun ekki vera alvarlega slösuð.

Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort hún var ein á ferð, en kalsa veður var á þessum slóðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×