Fótbolti

Rossi fékk bara áminningu eftir að hafa fallið á lyfjaprófi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rossi í leik með Genoa á síðustu leiktíð en nú er hann án félags.
Rossi í leik með Genoa á síðustu leiktíð en nú er hann án félags. vísir/getty
Fyrrum framherja Manchester United og ítalska landsliðsins, Giuseppe Rossi, er ekki á leið í leikbann frá knattspyrnu þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Rossi sem er nú án félags var tekinn í lyfjapróf eftir leik Genoa gegn Benevento í maí á síðustu leiktíð en Rossi spilaði með Genoa á síðustu leiktíð.

Í síðustu viku bárust svo fréttir af því að það hafi fundist jákvæð sýni í blóði Rossi eftir leikinn en ítalska lyfjasambandið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu.

Lyfið sem fannst í blóði Rossi er oft notað gegn veikindum og gat ítalska knattspyrnusambandið ekki staðfest að hann hafi notað þetta af ásettu ráði.

Hann fær því bara áminningu og ekkert leikbann en hann þarf einnig að borga fyrir málsmeðferðina sem ætti ekki að vera vandamál fyrir kappa sem hefur verið atvinnumaður í tæp tuttugu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×