Fótbolti

Jöfnunarmark Alberts dugði ekki til

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert fagnar marikinu í kvöld.
Albert fagnar marikinu í kvöld. vísir/getty
Albert Guðmundsson var á skotskónum fyrir AZ Alkmaar í dag sem tapaði 3-2 fyrir Heerenveen á heimavelli í hollensku úrvalsdeildinni.

Thomas Ouwejan kom AZ yfir á sextándu mínútu en Michel Vlap jafnaði fyrir gestina fyrir hle.

Aftur var Vlap á ferðinni á 56. mínútu er hann kom Heerenveen í 2-1 en Albert jafnaði metin í 2-2 með marki tíu mínútum fyrir leikslok.

Allt stefndi í jafntefli en sex mínútum fyrir leikslok tryggði Sam Lammers gestunum 3-2 sigur. Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum.

Albert spilaði allan leikinn fyrir AZ sem er í níunda sæti deildarinnar með tólf stig en Heerenveen er sæti ofar með stigi meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×