Enski boltinn

Willian: Þurfum ekki að óttast neinn

Dagur Lárusson skrifar
Willian er sáttur með gang mála.
Willian er sáttur með gang mála. vísir/getty
Brasilímaðurinn Willian, leikmaður Chelsea, segir að liðið þurfi ekki að óttast neitt lið í deildinni í vetur en liðið er ennþá taplaust undir stjórn Maurizio Sarri.

 

Eins og flestir vita þá tók Sarri við af Antonio Conte í sumar og hefur Sarri blásið nýju lífi í Chelsea eftir heldur slakt tímabil hjá Chelsea í fyrra. Willian hefur hrósað nýja stjóra sínum í hásterkt og segir að liðsmenn Chelsea óttist ekki neinn.

 

Willian segir einnig að jöfnunarmark Chelsea gegn United í uppbótartíma síðustu helgi sannar það að leikmenn liðsins séu til í að leggja allt í sölurnar til þess að vinna titilinn á þessu tímabili.

 

„Við vitum hversu mikilvægt það er að spila í stóru leikjunum og skora á síðustu stundu eins og við gerðum gegn United.“

 

„Við óttumst engann í deildinni á þessu tímabili, við erum með lið sem getur barist um allt og ég er handviss um það að við munum gera það.“

 

Chelsea endaði 30 stigum á eftir City í fyrra en Willian telur að bætt spilamennska liðsins á þessu tímabili sé allt Sarri að þakka.

 

„Við erum búnir að byrja vel, spilað frábærlega og þetta er allt Sarri að þakka.“

 

„Fyrir honum þá snýst þetta allt um að spila góða knattspyrnu og hann gefur okkur meiri tækifæri á því að gera það.“   

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×