Fótbolti

„Mourinho verður stjóri Real fyrr en síðar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Calderon er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.
Calderon er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. vísir/getty
Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að Jose Mourinho muni verða stjóri Real Madrid aftur innan tíðar. Mikil pressa er á núverandi stjóra Real Madrid, Julen Lopetegui.

Mourinho var stjóri Real frá 2010 til 2013 en sögusagnirnar hafa verið háværar um að Mourinho muni snúa aftur til Madrídar. Það er Calderon viss um.

„Ég held að ef Florentino Perez forseti Real Madrid verði áfram með liðin næstu árin, sem ég held að hann geri, þá fer Mourinho þangað,“ sagði Calderon í samtali við ESPN.

„Enginn vafi á því. Þetta er eini stjórinn sem forsetinn hefur borið virðingu fyrir. Ég held að hann fari þangað - auðvitað ef hann fer frá United. Fyrr en síðar þá held ég að hann verði þarna.“

Mourinho verður í eldlínunni á morgun er United mætir Everton á útivelli þar sem Romelu Lukaku mætir sínum gömlu félögum. Leikurinn í beinni á Sportinu klukkan 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×