Innlent

TF-SIF hefur fundið rúmlega 900 flóttamenn á Miðjarðarhafi

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Frá björgunaraðgerðum vélarinnar á dögunum.
Frá björgunaraðgerðum vélarinnar á dögunum. Aðsend/Landhelgisgæslan
TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í byrjun októbermánaðar til Malaga á Spáni til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að áhöfn vélarinnar hafi haft í nógu að snúast en það sem af er mánuði hefur vélin fundið rúmlega 900 flóttamenn í eftirlitsflugum sínum.

Það er svo í höndum spænskra yfirvalda að koma flóttafólkinu í öruggt skjól. Eins voru bátarnir færðir til hafnar og smyglararnir handteknir í þeim tilvikum sem þeir fundust.

Í gær var einnig mikið að gera hjá áhöfninni á TF-SIF en þá fundust 17 bátar með um 300 manns innanborðs. Samkvæmt Frontex komu þriðjungi færri flóttamenn til Evrópu í september ef miðað er við sama tíma í fyrra en á sama tíma hafa komur flótta- og farandfólks til Spánar fjórfaldast.

Hér að neðan má sjá myndband frá Landhelgisgæslunni á vettvangi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×