Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Drífa Snædal, nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins, segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Rætt verður við Drífu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Formaður Lögmannafélags Íslands segir bagalegt að órói ríki í kringum dómaraskipan við Landsrétt en fjallað verður um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Bæði lögmaður stefnanda og dómsmálaráðherra telja yfirgnæfandi líkur á að áfrýjun.

Einnig verður fjallað um óróa innan stjórnar VÍS, við sýnum frá sjötugsafmæli Reynis Péturs á Sólheimum í gærkvöldi, segjum frá því að áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag og förum á Þrjá frakka þar sem undirbúningur fyrir Kjötsúpudaginn er í fullum gangi en dagurinn er tileinkaður minningu Úlfars Eysteinssonar, matreiðslumanns, sem lést fyrr í mánuðinum.

Stútfullur pakki af fréttum í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×