Enski boltinn

Mourinho ekki viss um að de Gea verði áfram

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sir Alex Ferguson fékk David de Gea til United árið 2011 og hefur hann síðan orðið einn besti markvörður heims
Sir Alex Ferguson fékk David de Gea til United árið 2011 og hefur hann síðan orðið einn besti markvörður heims vísir/getty
Jose Mourinho hefur ekki mikla trú á því að David de Gea muni framlengja samning sinn við Manchester United. Hann biðlar þó til félagsins að gera allt sem það getur til þess að halda markverðinum spænska.

De Gea er samningsbundinn á Old Trafford út þetta tímabil, með klásúlu um möguleika á eins árs framlengingu.

Samningaviðræður um nýjan samning hafa staðið yfir í nokkra mánuði.

„Ég er ekki öruggur á því,“ svaraði Mourinho spurður hvort hann hefði trú á því að de Gea skrifi undir nýjan samning.

„Aðeins félagið, David eða umboðsmenn hans geta svarað þessu. Ég get bara sagt að það vita allir hversu góður hann er og hversu mikilvægur hann er fyrir Manchester United. Ef félagið vill verða betra en ekki verra þá er augljóslega mjög mikilvægt að halda David.“

De Gea hefur verið einn besti maður United á tímabilinu sem og síðustu tímabil og marg oft bjargað stigi eða stigum fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×