Innlent

Sérfræðingur frá Barnahúsi tók skýrslu af fimm ára syni konunnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Akureyri segir framburð mannsins, sem var í haldi vegna rannsóknar á andláti ungrar konu, ekki hafa verið upplýsandi um aðdraganda andláts hennar. Maðurinn er þó sagður hafa verið samstarfsfús en hann var yfirheyrður í fjórða sinn í morgun áður en honum var sleppt úr haldi.

Hann hafði verið í gæsluvarðhaldi í fjóra daga sem átti að renna út á hádegi í dag. Ekki var talin ástæða til að halda honum lengur út frá rannsóknarhagsmunum. Lögreglan segir að sérfræðingur frá Barnahúsi hefði verið fenginn norður til þess að taka skýrslu af 5 ára syni hinnar látnu. Ekkert hefur komið fram við yfirheyrslur sem varpar ljósi á dánarstund konunnar, né hvað nákvæmlega olli andláti hennar.

Dánarorsök hennar hefur enn ekki verið staðfest. Beðið er beðið endanlegrar niðurstöðu réttarkrufningar. Sterk verkjalyf fundust á vettvangi og vísbendingar um eitrun af völdum lyfja eru meðal þess sem eru til rannsóknar.

Unnið er að því að skoða þau tæki (tölvu og síma) sem mögulega gætu gefið einhverjar upplýsingar. Ekki er unnt að greina frekar frá rannsókn málsins að sinni.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×