Enski boltinn

Aron Einar byrjar líklega gegn Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson spilaði í gegnum meiðsli á HM í Rússlandi
Aron Einar Gunnarsson spilaði í gegnum meiðsli á HM í Rússlandi Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson verður líklega í byrjunarliði Cardiff gegn Liverpool á morgun. Það má lesa á milli línanna hjá Neil Warnock á blaðamannafundi í dag.

Landsliðsfyrirliðinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Cardiff á tímabilinu um síðustu helgi í sigri Cardiff á Fulham. Hann fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í leiknum.

„Hann hefur reynst mér mjög vel. Ég bað hann um að vera tilbúinn í leikinn gegn Fulham og eins og er þá búumst við ekki við því að hann geti klárað leiki. Ef hann getur gefið okkur aðrar 65-70 mínútur á morgun verð ég hæstánægður,“ sagði Warnock.

Af því má draga þá ályktun að Aron Einar verði í byrjunarliðinu þegar liðin mætast á Anfield á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×