Enski boltinn

Lingard gæti spilað gegn Everton

Lingard hefur lítið spilað fyrir United það sem af er tímabili
Lingard hefur lítið spilað fyrir United það sem af er tímabili Vísir/Getty
Jesse Lingard nálgast óðfluga endurkomu í lið Manchester United. Hann gæti fengið einhverjar mínútur með liðinu á móti Everton um helgina.

Jose Mourinho ræddi við blaðamenn fyrir leik Manchester United og Everton í dag. Eins og venjan er var hann beðinn um að fara yfir stöðuna á meiðslalistanum. Lingaard er „næstum því tilbúinn,“ sagði Mourinho.

„Getur hann hjálpað okkur í næsta leik? Það er spurning sem við verðum að svara á morgun.“

„Hann kom til baka eftir HM með smá meiðsli, við héldum ranglega að hann gæti náð sér í sumarfríinu. Svo héldum við áfram að hugsa ranglega að það myndi bæta ástandið ef hann færi að æfa með liðinu og vinna í því að verða betri.“

Marouane Fellaini, Alexis Sanchez og Diogo Dalot eru hins vegar allir frá.

Portúgalinn var ekki sáttur með landsliðsþjálfara þessara þriggja leikmanna, en þeir skiluðu sér allir meiddir úr síðasta landsleikjahléi.

„Sumir lansliðsþjálfarar eru fagmannlegir við okkur, senda leikmenn heim strax svo við getum farið að vinna með þeim. Aðrir voru það ekki, þér héldu leikmönnunum og við vissum ekkert hvað væri að þegar þeir mættu til okkar tveimur dögum fyrir leikinn gegn Chelsea.“

Nemanja Matic og Luke Shaw meiddust einnig í landsliðsverkefnum en þeir voru sendir beint heim til Manchester og eru byrjaðir að spila aftur með liðinu.

Leikur Manchester United og Everton er á sunnudaginn klukkan 16:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×