Enski boltinn

Yfirgefur Sanchez Man Utd eftir eins árs veru?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sanchez hefur ekki slegið í gegn hjá Man Utd
Sanchez hefur ekki slegið í gegn hjá Man Utd vísir/getty
Alexis Sanchez er sagður vera á förum frá Manchester United þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar, innan við ári eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Arsenal.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Sanchez sagður vonast eftir því að franska stórveldið PSG hafi enn áhuga og sé tilbúið að kaupa hann frá Man Utd.

Sanchez fékk hins vegar ansi góðan samning þegar hann samdi við enska stórveldið í fyrra og er Sílemaðurinn ekki tilbúinn til að lækka sig mikið í launum.

Hann hefur skorað aðeins fjögur mörk í þeim 26 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Man Utd. Hann hefur byrjað fjórum sinnum inná í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Þrátt fyrir að geta stillt upp ansi mörgum leikmönnum í fremstu leikstöðunum vill PSG bæta við sig sóknarsinnuðum leikmanni en það gekk ansi illa að finna þann leikmann síðasta sumar og endaði félagið á að fá Eric Maxim Choupo-Moting sem kom á frjálsri sölu frá enska B-deildarliðinu Stoke City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×