Fótbolti

Viðar Örn útilokar ekki endurkomu í landsliðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viðar Örn í vináttulandsleik fyrr á árinu
Viðar Örn í vináttulandsleik fyrr á árinu vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson tilkynnti um síðustu helgi að hann væri hættur í íslenska landsliðinu. Hann útilokar þó ekki endurkomu í landsliðið í framtíðinni.

Selfyssingurinn var valinn í báða landsliðshópa Erik Hamrén eftir að hafa ekki fengið sæti í hópnum sem fór á HM í Rússlandi.

Í viðtali við Fótbolta.net í morgun sagðist Viðar Örn hafa spilað meiddur síðast liðið ár og hann vilji ná sér að fullu af meiðslunum.

„Ég hef spilað a verkjatöflum allan þennan tíma og mér fannst skynsamlegast að draga mig úr landsliðinu á meðan ég vinn í því að ná mér að fullu. Þegar þú ert ekki að spila á fullu þá minnkar sjalfstraustið. Ég vil einbeita mér algjörlega að Rostov og komast á skrið hér. Þegar það tekst þá er allt opið með landsliðið i framtíðinni,“ sagði Viðar við Fótbolta.net.

Viðar gekk til liðs við rússneska liðið Rostov í sumar eftir að hafa spilað í Ísrael síðustu ár.

Hann á 19 landsleiki að baki og hefur skorað í þeim tvö mörk. Fyrsti landsleikur Viðars var árið 2014 en hann hefur verið inn og út úr landsliðshópnum síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×