Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Grindavíkur aldrei séð framherja með verri snertingar en Lukaku

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þjakaður af þreytu?
Þjakaður af þreytu? vísir/getty
Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku liggur undir harðri gagnrýni innan Manchester United samfélagsins þessa dagana.

Þessi stóri og stæðilegi framherji hefur ekki skorað í níu síðustu leikjum Man Utd og átti vægast sagt slæman dag þegar Man Utd tapaði fyrir Juventus í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag.

Einn af þeim sem gagnrýnir Lukaku er Lee Sharpe, sem lék með Grindavík í Landsbankadeildinni sumarið 2003 en hann var upp á sitt besta hjá Manchester United 1988-1996 þar sem hann varð þrisvar sinnum Englandsmeistari.

„Ég hef aldrei séð framherja með jafn lélegar snertingar á boltann. Ef framherjinn þinn getur ekki haldið boltanum uppi á vellinum er mjög erfitt að spila fótbolta,“ segir Sharpe sem kveðst hafa lausn á vandamálinu.

„Hann talar um hann sé þreyttur eftir að hafa spilað mikið á HM. Ég held að það væri best að gefa honum hvíld. Senda hann burt í frí í nokkrar vikur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×