Fótbolti

Ronaldo þakklátur fyrir móttökurnar og hitti Ferguson eftir leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Endurfundir. Það fór vel á með þessum tveimur eftir leik.
Endurfundir. Það fór vel á með þessum tveimur eftir leik. twitter
Besti knattspyrnumaður heims síðastliðin tvö ár sneri aftur á sinn gamla heimavöll í gær þegar Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus heimsóttu Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Leiknum lauk með 0-1 sigri Juventus þar sem Paulo Dybala gerði eina mark leiksins.

Ronaldo var vel tekið af stuðningsmönnum Man Utd enda er kappinn í guðatölu á Old Trafford eftir að hafa skotist fram á sjónarsviðið hjá enska stórveldinu árið 2003 og hjálpað liðinu að vinna þrjá Englandsmeistaratitla, einn Meistaradeildartitil og Heimsmeistarakeppni félagsliða svo eitthvað sé nefnt.





Ronaldo þakkar fyrir móttökurnar á samfélagsmiðlum en hann er búinn að setja inn nokkrar myndir frá gærkvöldinu.

Þar af er ein af honum með Sir Alex Ferguson, læriföður hans, sem Ronaldo fannst augljóslega gott að sjá aftur. Ferguson veiktist auðvitað alvarlega og Ronaldo var glaður yfir því að kallinn væri orðinn sprækur aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×