Fótbolti

Mourinho: Höfðum ekki Fellaini til að breyta leiknum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jose Mourinho
Jose Mourinho vísir/getty
Manchester United tapaði 0-1 fyrir Juventus í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi og gerðu ekki harða hríð að marki Ítalanna eftir að Paulo Dybala kom Juve yfir eftir 18 mínútna leik.

Það vakti athygli að Jose Mourinho gerði enga skiptingu í leiknum og hann var beðinn um að útskýra þá ákvörðun eftir leik.

„Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að Alexis Sanchez var upp í stúku, Jesse Lingard var upp í stúku og Fellaini var upp í stúku eða heima hjá sér, ég sá hann ekki. Eini sóknarmöguleikinn sem ég hafði á bekknum var 18 ára strákur sem hefur aldrei spilað fyrir aðalliðið,“ sagði Mourinho.

Leikmaðurinn sem um ræðir er hollenska ungstirnið Tahith Chong.

„Ég taldi það ekki vera í takti við leikinn að setja hann inn á. Þú getur ekki reiknað með að svona ungur strákur komi inn í fyrsta sinn í svona leik og gefi liðinu eitthvað, eins og að skora mark. Það er ástæðan fyrir að ég gerði enga skiptingu og treysti á þá leikmenn sem voru inná.“

„Við höfðum engan Fellaini til að breyta gangi leiksins eins og við gerum svo oft,“ sagði Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×