Fótbolti

Vítaspyrna í uppbótartíma framlengingu skaut Dortmund áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Reus fagnar sigurmarkinu.
Reus fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Borussia Dortmund lenti í kröppum dansi gegn Union Berlin á heimavelli í þýsku bikarkeppninni í kvöld. Dortmund hafði betur eftir framlengingu, 3-2.

Christian Pulisic getur ekki hætt að skora og hann kom Dortmund yfir í fyrri hálfeik en gestirnir jöfnuðu í síðari hálfleik.

Aftur komst Dortmund yfir, stundarfjórðungi fyrir leikslok, með marki Maximilian Philipp en tveim mínútum fyrir leikslok tryggði Polter gestunum framlengingu með sínu öðru marki.

Sigurmark Dortmund kom í uppbótartíma í framlengingu þegar þeir fengu vítaspyrnu. Á punktinn steig fyrirliðinn Marco Reus og skaut þeim áfram í næstu umferð.

Werder Bremen rúllaði yfir SC Weiche Flensburg, 5-1, á útivelli en staðan var 1-1 eftir 37 mínútur. Eftir það setti risinn í fluggírinn og keyrði yfir D-deildarliðið.

Bayer Leverkusen burstaði Borussia Mönchengladbach, 5-0, á heimavelli en bæði lið spila í úrvalsdeildinni svo úrslitin koma mjög svo á óvart.

Leipzig hafði betur gegn Hoffenheim, 2-0, en Julian Nagelsmann, þjálfari Hoffenheim, tekur við Leipzig eftir tímabilið.

Úrslit kvöldsins:

FC Köln - Schalke 1-1 (Schalke áfram eftir vítaspyrnukeppni)

Dortmund - Union Berlin 3-2

Hansta Rostock - FC Nurnberg 2-2 (Nurnberg áfram eftir vítaspyrnukeppni)

SC Weiche Flensburg - Werder Bremen 1-5

Arminia Bielefeld - Duisburg 0-3

Holsten Kiel - Freiburg 2-1

Borussia Mönchengladbach - Bayer Leverkusen 0-5

Leipzig - Hoffenheim 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×