Fótbolti

Óttast að Hólmar sé með slitið krossband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmar Örn gæti verið illa meiddur.
Hólmar Örn gæti verið illa meiddur. vísir/vilhelm
Hólmar Örn Eyjólfsson gæti verið með slitið krossband eftir að hafa meiðst í bikarleik Levski Sofia gegn Cherno More.

Hólmar Örn fór af velli eftir sex mínútur í bikarleik gærkvöldsins en í samtali við vef Morgunblaðsins segir hann að krossbandið gæti verið slitið.

„Ég fann eitthvað snúast í hnénu og sársauka sem fylgdi. Ég hef ekki lent í neinum hnémeiðslum áður þannig get lítið sagt um hvað þetta er, en ég fer í mynda­töku á morgun. Þeir eru hræddir um þetta sé kross­bandið en það kem­ur í ljós á morgun.“

Levski Sofia datt út úr bikarnum en liðið er í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Ludogorets Razgrad, er þrettán umferðir eru búnar.

Hólmar hefur byrjað inn á í síðustu tveimur landsleikjum sem hægri bakvörður en hann spilar vanalega sem miðvörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×