Innlent

Bein útsending frá Selfossi: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Einbýlishús á Selfossi varð alelda í dag og var mikið lið slökkviliðsmanna sent á vettvang. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á vettvangi og mun segja frá stöðu mála í kvöldfréttum en óttast er að tvær manneskjur hafi verið inni í húsinu.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 munum við einnig fjalla um hlutfall stjórnenda í fyrirtækjum landsins en 74% eru karlar. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu vill beita dagsektum á fyrirtæki sem fara ekki að lögum um kynjakvóta.

Einnig ræðum við við formann Sjómannafélags Íslands sem segir Heiðveigu Maríu Einarsdóttur hafa valdið félaginu óbætanlegum skaða og það sé ástæða þess að hún var rekin úr félaginu.

Við flytjum fregnir af þingi Norðurlandaráðs, fjöllum um kröfu Ragnars Þórs hjá VR um að breytingar verði gerðar á lögum sem veiti leigjendum betri vernd ellegar skrifi hann ekki undir nýja kjarasamninga og við fjöllum um Hrekkjavöku, meðal annars í Þorlákshöfn.

Þetta og margt fleira í fréttapakka kvöldfrétta á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×