Fótbolti

Andrea Rán valin besti miðjumaðurinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andrea Rán í leik með Blikum
Andrea Rán í leik með Blikum fréttablaðið/eyþór
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var valin miðjumaður ársins í sinni deild í bandaríska háskólaboltanum.

Andrea spilar með Háskólanum í suður Flórída, USF, sem spilar í American Athletic Conference, einni af mörgum deildum vestanhafs. Hún byrjaði alla 15 leiki liðsins á tímabilinu, skoraði fimm mörk og lagði upp sjö. Hún er hæst í deildinni á lista yfir stoðsendingar í leik, 0,47 að meðaltali.

Hún var einnig valin í úrvalslið deildarinnar ásamt því að vera miðjumaður ársins.

USF vann deildina og tryggði sér þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

Andrea spilaði 12 leiki með Breiðabliki í Pepsi deild kvenna í sumar og skoraði þar eitt mark. Hún á 7 A-landsleiki að baki fyrir Ísland.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×