Fótbolti

Sverrir Ingi skoraði jöfnunarmark Rostov

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason tryggði Rostov stig úr slag Íslendingaliða í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sverrir Ingi, Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson voru allir í byrjunarliði Rostov en Viðar Örn Kjartansson á bekknum líkt og Jón Guðni Fjóluson hjá Krasnodar.

Eldor Shomurodov kom Rostov yfir snemma leiks en Brasilíumaðurinn Ari skoraði tvisvar fyrir heimamenn í Krasnodar í sitt hvorum hálfleiknum.

Á 81. mínútu, stuttu eftir að Viðar Örn kom inn á í liði Rostov, fékk Rostov hornspyrnu og upp úr klafsi í teignum kom Sverrir Ingi boltanum yfir línuna og jafnaði metin fyrir Rostov.

Krasnodar og Rostov eru í baráttunni í efri hluta deildarinnar, Krasnodar er stigi á undan Rostov í þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×