Fótbolti

PSG setti met með tólfta sigrinum í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir fagna marki í kvöld.
Félagarnir fagna marki í kvöld. vísir/getty
Það tók PSG tíma að brjóta niður Lille en þeir enduðu með því að vinna 2-1 sigur. Napoli rúllaði yfir Empoli og Aston Villa kláraði Bolton á heimavelli.

Það var markalaust í hálfleik hjá PSG en mörk frá Kylian Mbappe og Neymar í síðari hálfleik gerðu út um leikinn. Lille minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

PSG er með fullt hús eftir tólf leiki en aldrei hefur lið í stóru fimm deildunum unnið tólf fyrstu leiki sína í deildinni. Leikur einn fyrir PSG í Frakklandi.

Napoli rústaði Empoli 5-1 á Ítalíu þar sem Dries Mertens skoraði þrennu. Þeir Lorenzo Insigne og Arek Milik bættu við sitt hvoru markinu en Napoli er þremur stigum á eftir Juventus sem á þó leik til góða.

Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Aston Villa vegna meiðsla. Villa vann 2-0 sigur á Bolton og er nú í þrettánda sæti deildarinnar, fjórum stigum frá umspilssæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×